Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér stigur@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 09:00 Horfst í augu Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildarmenn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni.Fréttablaðið/gva Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins. Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins.
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira