Skipulag í Reykjavík Páll Hjaltason og Hjálmar Sveinsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Tengdar fréttir Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis.
Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun