Mun meiri möguleikar heldur en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 08:00 Stelpurnar fagna hér sigri á Úkraínu í umspilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira