136 milljóna tap á DV frá stofnun 7. nóvember 2012 07:00 Reynir Traustason er ritstjóri og einn aðaleigenda DV ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira