Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira