Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira