Áhyggjufulli unglingurinn Atli Viðar Bragason skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun