Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn 25. október 2012 07:00 Lögreglustöðin við hverfisgötu Hér braut Már rúðu þannig að gler fór í auga lögreglumanns.Fréttablaðið/anton Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Sjá meira