Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð 24. október 2012 05:00 Ráðhús Reykjavíkur Sveitarfélögin, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman í desember í fyrra í átaki til að tryggja atvinnuleitendum störf. Dregið hefur úr atvinnuleysi en sumir sem enn eru án vinnu eru að missa atvinnuleysisbætur. Borgin áætlar að útgjöld sín vegna fjárhagstoðar til framfærslu aukist þess vegna um þrjá milljarða króna á sex árum.FRéttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira