Við vinnum í verkjum 4. október 2012 10:05 Sólrún Sverrisdóttir segir að mannslíkaminn sé flókið fyrirbæri og erfitt að vera sérfræðingur um allt og þess vegna sérhæfa sjúkraþjálfararnir sig. MYND/valli Gáski er rótgróin sjúkraþjálfunar- og heilsuræktarstöð sem starfrækt hefur verið í 25 ár. „Við leggjum áherslu á fræðslu, forvarnir og uppbyggjandi æfingameðferð, samhliða meðferð hjá sjúkraþjálfara,“ segir Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari hjá Gáska. Sérhæfing mikilvæg Hjá Gáska starfa um 20 sjúkraþjálfarar, hver og einn með sitt áhugasvið og sérhæfingu. „Mannslíkaminn er flókið fyrirbæri og erfitt að vera sérfræðingur um allt. Þannig vísum við fólki okkar á milli eftir því sem við á. Til dæmis hefur Ragnar Hermannsson sjúkraþjálfari sérhæft sig í axlavandamálum. Hann er með sérútbúinn sal hérna fyrir það sem er byggður út frá hugmyndum hans og þekkingu. Ég sérhæfi mig svo í mjaðmagrindar- og meðgönguvandamálum.“ Vel tækjum búin Nauðsynleg tæki og tól sem til þarf við sjúkraþjálfun eru til staðar hjá Gáska auk tækjasals sem almenningur getur keypt kort í. „Með korti hjá okkur fylgir leiðsögn sjúkraþjálfara og aðstoð við að setja upp æfingaprógramm. Hér er ekki hávær tónlist og rólegra umhverfi en í stóru líkamsræktarstöðvunum. Við erum auðvitað með öll nauðsynleg tæki til meðferðar á ýmsum vandamálum s.s. stutt- og hljóðbylgjutæki, leysitæki, togbekki ásamt fleiri tækjum. Ég er svo með sérstakan meðgöngubekk fyrir ófrískar konur til að þær geti legið á maganum.“ Verkir eru ekki eðlilegt ástand „Oft vill það verða svo að fólk leitar sér ekki aðstoðar fyrr en verkir eru orðnir mjög miklir. Við myndum vilja auka það að fólk leiti til okkar fyrr. Fólk er jafnvel búið að vera með verki lengi og taka verkjalyf til að slá á verkinn. Margir halda að meðferð hjá sjúkraþjálfara sé langtímameðferð. Í mörgum tilfellum reynist hins vegar nóg að koma til okkar í nokkur skipti. Þá er fólk jafnvel að beita sér rangt og við hjálpum því að leiðrétta það og kennum því leiðir til að styrkja sig ásamt fleiru.“ Vinnuvernd Sjúkraþjálfarar Gáska fara einnig í fyrirtæki úti í bæ og eiga náið samstarf við fyrirtækið Vinnuvernd. Þá er m.a. verið að veita almenna leiðsögn um líkamsbeitingu og bætta vinnuaðstöðu. „Það getur verið sniðugt fyrir fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustu og bæta líðan starfsmanna sinna.“ Viðbragðsvakt Gáska Hefðbundna leiðin að sjúkraþjálfara er í gegnum lækni sem gefur tilvísun á sjúkraþjálfun. Þjónustan er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Í sumum tilfellum gæti þó verið um bráðatilvik að ræða. „Hjá Gáska erum við með viðbragðsvakt alla virka daga milli fimm og sjö. Ef upp kemur bráðatilfelli getur fólk komið án þess að fara til læknis. Við erum í samvinnu við lækni ef viðkomandi þarf á frekari meðferð að halda. Við erum eina stöðin sem veitir þessa þjónustu.“ Nánari upplýsingar um Gáska er að finna á gaski.is. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Gáski er rótgróin sjúkraþjálfunar- og heilsuræktarstöð sem starfrækt hefur verið í 25 ár. „Við leggjum áherslu á fræðslu, forvarnir og uppbyggjandi æfingameðferð, samhliða meðferð hjá sjúkraþjálfara,“ segir Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari hjá Gáska. Sérhæfing mikilvæg Hjá Gáska starfa um 20 sjúkraþjálfarar, hver og einn með sitt áhugasvið og sérhæfingu. „Mannslíkaminn er flókið fyrirbæri og erfitt að vera sérfræðingur um allt. Þannig vísum við fólki okkar á milli eftir því sem við á. Til dæmis hefur Ragnar Hermannsson sjúkraþjálfari sérhæft sig í axlavandamálum. Hann er með sérútbúinn sal hérna fyrir það sem er byggður út frá hugmyndum hans og þekkingu. Ég sérhæfi mig svo í mjaðmagrindar- og meðgönguvandamálum.“ Vel tækjum búin Nauðsynleg tæki og tól sem til þarf við sjúkraþjálfun eru til staðar hjá Gáska auk tækjasals sem almenningur getur keypt kort í. „Með korti hjá okkur fylgir leiðsögn sjúkraþjálfara og aðstoð við að setja upp æfingaprógramm. Hér er ekki hávær tónlist og rólegra umhverfi en í stóru líkamsræktarstöðvunum. Við erum auðvitað með öll nauðsynleg tæki til meðferðar á ýmsum vandamálum s.s. stutt- og hljóðbylgjutæki, leysitæki, togbekki ásamt fleiri tækjum. Ég er svo með sérstakan meðgöngubekk fyrir ófrískar konur til að þær geti legið á maganum.“ Verkir eru ekki eðlilegt ástand „Oft vill það verða svo að fólk leitar sér ekki aðstoðar fyrr en verkir eru orðnir mjög miklir. Við myndum vilja auka það að fólk leiti til okkar fyrr. Fólk er jafnvel búið að vera með verki lengi og taka verkjalyf til að slá á verkinn. Margir halda að meðferð hjá sjúkraþjálfara sé langtímameðferð. Í mörgum tilfellum reynist hins vegar nóg að koma til okkar í nokkur skipti. Þá er fólk jafnvel að beita sér rangt og við hjálpum því að leiðrétta það og kennum því leiðir til að styrkja sig ásamt fleiru.“ Vinnuvernd Sjúkraþjálfarar Gáska fara einnig í fyrirtæki úti í bæ og eiga náið samstarf við fyrirtækið Vinnuvernd. Þá er m.a. verið að veita almenna leiðsögn um líkamsbeitingu og bætta vinnuaðstöðu. „Það getur verið sniðugt fyrir fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustu og bæta líðan starfsmanna sinna.“ Viðbragðsvakt Gáska Hefðbundna leiðin að sjúkraþjálfara er í gegnum lækni sem gefur tilvísun á sjúkraþjálfun. Þjónustan er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Í sumum tilfellum gæti þó verið um bráðatilvik að ræða. „Hjá Gáska erum við með viðbragðsvakt alla virka daga milli fimm og sjö. Ef upp kemur bráðatilfelli getur fólk komið án þess að fara til læknis. Við erum í samvinnu við lækni ef viðkomandi þarf á frekari meðferð að halda. Við erum eina stöðin sem veitir þessa þjónustu.“ Nánari upplýsingar um Gáska er að finna á gaski.is.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira