Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal 26. september 2012 06:00 Fjarkennsla Lilja Rut Rúnarsdóttir, sem kennir ensku og dönsku, leiðbeinir hér nokkrum nemendum Birkimelsskóla og getur haft með þeim auga á tölvuskjánum. Arnar Þór Arnarsson kennir svo börnunum samfélagsfræði.AÐSEND MYND „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent