Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland! Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland!
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira