Ráðuneytið skoðar málið 1. september 2012 10:00 Ögmundur og jóhanna Ráðherrarnir hafa báðir fengið á sig úrskurði frá kærunefnd jafnréttismála. Nú skoðar innanríkisráðuneytið framhald málsins. Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira