Menning

Grín á þremur tungumálum

DeAnne Smith Uppistandarinn DeAnne Smith kemur fram á Iceland Comedy Festival.
DeAnne Smith Uppistandarinn DeAnne Smith kemur fram á Iceland Comedy Festival.
Uppistandarinn DeAnne Smith frá Montreal og Freddie Rutz, svissneskur grínisti og töframaður, koma fram á Iceland Comedy Festival 2012 sem verður haldin í september á Gamla Gauknum og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Rökkvi Vésteinsson stendur fyrir komu þeirra og mun hann einnig troða upp.

DeAnne Smith er bandarískur uppistandari, búsett í Montreal. Síðan hún byrjaði í uppistandi árið 2005 hefur hún verið einn af helstu uppistöndurum Montreal og komið fram úti um allan heim, þar á meðal í þættinum Last Comic Standing á sjónvarpsstöð NBC, The Comedy Network. Í fyrra kom hún óvænt fram hér á landi og þótti standa sig vel. DeAnne og Rökkvi kynntust í Montreal þegar DeAnne var að byrja í bransanum og hafa oft komið fram saman gegnum árin.

Rutz er grínisti, töframaður og dansari. Á síðasta ári mætti hann með grínsýninguna sína á Edinburgh Fringe Festival. Rökkvi og Rutz ætla að vera með uppistand á þýsku saman en alls verða þrjú tungumál notuð á hátíðinni, eða enska, íslenska og þýska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.