Óður til amma og liðins tíma 30. ágúst 2012 18:00 Ömmustrákur Sigmundur Ernir leitast við að fanga liðinn tíma nægjusemi og nærveru fjölskyldunnar í nýjustu ljóðabók sinni. Fréttablaðið/Anton „Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira