Verður örugglega troðið í grillið á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 07:00 Hlynur Bæringsson og félagar tóku hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær.Fréttablaðið/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira