Verður örugglega troðið í grillið á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 07:00 Hlynur Bæringsson og félagar tóku hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær.Fréttablaðið/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Sjá meira