Utanríkisstefna Norðurþings Einar Benediktsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur?
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar