Ó ljúfa, erfiða sumar Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar