Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik 11. júlí 2012 09:00 Keflavíkurflugvöllur Talsmaður Iceland Express segir atvik þar sem tveir menn komust í leyfisleysi inn á flughlað og upp í flugvél kalla á umbætur. Fréttablaðið/pjetur Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira