Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum 10. júlí 2012 08:00 erlendir ferðamenn Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan.Fréttablaðið/GVA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent