Tíska og hönnun

Burton fær orðu drottningarinnar

Brúðarkjóllinn flotti eftir Sarah Burton.
Brúðarkjóllinn flotti eftir Sarah Burton.
Fatahönnuðurinn Sarah Burton hefur fengið orðu frá bresku drottningunni fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Burton, sem tók við tískuhúsi Alexanders McQueen eftir að hann lést árið 2010, hannaði brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk í það heilaga með Vilhjálmi Bretaprins í fyrra. Kjóllinn þótti einkar vel heppnaður hjá Burton.

Orðan sem Burton fékk við hátíðlega athöfn í höllinni nefnist Officer of the most Excellent Order of the British Empire. Alexander McQueen varð einnig þess heiðurs aðnjótandi að fá orðu á meðan hann var á lífi en hann tók á móti orðunni Commander of the most Excellent Order of the British Empire, árið 2003, sem er einu þrepi hærri en orða Burton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×