Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar 19. júní 2012 06:00 Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar