Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi 15. júní 2012 04:30 Óvissa um þinglok eykur álag Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins.Fréttablaðið/GVA „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30