Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð? Þorkell Helgason skrifar 14. júní 2012 06:00 Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. En einn hængur er á þessu fyrirkomulagi sem hefði átt að taka á strax í upphafi. Það er hin upphaflega útdeiling á kvótunum og að auðlindarentan skuli ekki nema að óverulegu leyti skila sér til eigenda auðlindarinnar, sem að mati flestra er þjóðin öll. Þetta er það atriði sem er meginorsök úlfúðar um fiskveiðistjórnunina. Ganga þarf beint til verksÍ stað þess að taka beint á þessum vanda hefur regluverkið um veiðarnar orðið æ flóknara og er uppfullt af sérákvæðum, takmörkunum og hindrunum. Nú eru uppi á borðinu stjórnarfrumvörp sem virðast vera af þessu tagi. Það getur ekki verið leiðin til að sætta þjóðina að auðlindaarðurinn hverfi í óhagkvæmum útgerðarháttum. Undirritaður hefur tekið þátt í vinnu og umræðu um þessi mál allt frá upphafi kvótakerfisins 1983 og hefur verið í hópi þeirra sem hafa um áratugaskeið mælt með markaðsleið til lausnar úr þessari úlfakreppu. Leiðin felst í því að útgerðin taki kvótana á leigu á því verði sem hún er fús til að greiða; við því markaðsverði sem fengist með uppboðum, ekki einhverju verði sem stjórnmálamenn ákvarða. En sérhver breyting verður að hafa sanngjarna aðlögun sem best felst í því að núgildandi réttur fyrnist smám saman. Það undarlega er að ætlaðir talsmenn frjálsra viðskipta og markaðslausna eru helstu andstæðingar þessarar hugmyndar, með undantekningum þó. Pétur H. Blöndal alþm. hefur nú sem og fyrr lagt fram frv. í þessa veru. Hvað vill stjórnlagaráð?Stjórnlagaráð tók á þessum útdeilingar- og arðsvanda, eins og því bar að gera. Ráðið fjallar um nýtingu takmarkaðra auðlinda í þjóðareigu í 34. gr. frv. síns. Þar segir að fyrir hagnýtinguna eigi að greiða „fullt gjald", sem er orðalag sótt í ákvæði núgildandi stjórnarskrár um eignarnám. Jafnframt er tilskilið að nýtingarrétturinn skuli veittur á „jafnræðisgrundvelli". Fyrirkomulag uppboða með fyrningaraðlögun fellur vel að þessum ákvæðum. Aðlögun er að vísu ekki beinlínis tilgreind í tillögugreininni en liggur í hlutarins eðli. Sé hún ekki strax viðhöfð í löggjöf til fyllingar stjórnarskrárákvæðinu, sem væri hið skynsamlega, er viðbúið að dómstólar myndu kveða upp úr um hana. Sé byggt á fyrningu þarf í þessu skyni að ákveða fyrningarhlutfall sem er t.d. 2,5% í frv. Péturs H. Blöndals. Það merkir að með aðlöguninni fá núverandi kvótahafar að halda um helmingi af núvirði auðlindaarðsins um alla framtíð. Í útfærslu sem við Jón Steinsson unnum fyrir sáttanefndina svokölluðu var hlutfallið jafngildi 5% sem svarar til þess að um þrír fjórðuhlutar arðsins renni til þjóðarinnar. Að auki ber að hafa í huga að ýmsar leiðir geta rúmast innan ráðgerðs stjórnarskrárákvæðis aðrar en uppboðs- og fyrningarleiðin. Stjórnlagaráð leggur ekki á ráðin um fiskveiðistjórnunTilefni þessara skrifa eru orð hins virta pistlahöfundar Þorsteins Pálssonar laugardaginn 9. júní hér í blaðinu þar sem hann segir „[A]fleiðingin [af nýju stjórnarskránni] er þá sú að útilokað verður um alla framtíð að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta hætti." Þessari sterku fullyrðingu verður að andmæla. Tillögur stjórnlagaráðs fjalla einvörðungu um útdeilinguna og skiptingu arðsins. Þær segja ekkert um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar að öðru leyti. Það hefur margoft komið fram hjá hagfræðingum að markaðsákvarðað veiðigjald ásamt vissri opnun fyrir nýliða með fyrningarákvæðinu myndi fremur en ekki auka heildararðsemi greinarinnar þegar til lengdar er litið. Þá býður fyrirkomulagið ekki þeirri hættu heim, sem pólitískt ákvarðað veiðigjald gerir, að veiðar verði ekki stundaðar í fullum mæli. Löggjöf um skipulag fiskveiða sem leitt getur til óskilvirkrar útgerðar verður ekki réttlætt með tillögum stjórnlagaráðs. Slíkt væri engan veginn á ábyrgð ráðsins. Tillögur stjórnlagaráðs vega ekki að hagkvæmni í útgerð, heldur þvert á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. En einn hængur er á þessu fyrirkomulagi sem hefði átt að taka á strax í upphafi. Það er hin upphaflega útdeiling á kvótunum og að auðlindarentan skuli ekki nema að óverulegu leyti skila sér til eigenda auðlindarinnar, sem að mati flestra er þjóðin öll. Þetta er það atriði sem er meginorsök úlfúðar um fiskveiðistjórnunina. Ganga þarf beint til verksÍ stað þess að taka beint á þessum vanda hefur regluverkið um veiðarnar orðið æ flóknara og er uppfullt af sérákvæðum, takmörkunum og hindrunum. Nú eru uppi á borðinu stjórnarfrumvörp sem virðast vera af þessu tagi. Það getur ekki verið leiðin til að sætta þjóðina að auðlindaarðurinn hverfi í óhagkvæmum útgerðarháttum. Undirritaður hefur tekið þátt í vinnu og umræðu um þessi mál allt frá upphafi kvótakerfisins 1983 og hefur verið í hópi þeirra sem hafa um áratugaskeið mælt með markaðsleið til lausnar úr þessari úlfakreppu. Leiðin felst í því að útgerðin taki kvótana á leigu á því verði sem hún er fús til að greiða; við því markaðsverði sem fengist með uppboðum, ekki einhverju verði sem stjórnmálamenn ákvarða. En sérhver breyting verður að hafa sanngjarna aðlögun sem best felst í því að núgildandi réttur fyrnist smám saman. Það undarlega er að ætlaðir talsmenn frjálsra viðskipta og markaðslausna eru helstu andstæðingar þessarar hugmyndar, með undantekningum þó. Pétur H. Blöndal alþm. hefur nú sem og fyrr lagt fram frv. í þessa veru. Hvað vill stjórnlagaráð?Stjórnlagaráð tók á þessum útdeilingar- og arðsvanda, eins og því bar að gera. Ráðið fjallar um nýtingu takmarkaðra auðlinda í þjóðareigu í 34. gr. frv. síns. Þar segir að fyrir hagnýtinguna eigi að greiða „fullt gjald", sem er orðalag sótt í ákvæði núgildandi stjórnarskrár um eignarnám. Jafnframt er tilskilið að nýtingarrétturinn skuli veittur á „jafnræðisgrundvelli". Fyrirkomulag uppboða með fyrningaraðlögun fellur vel að þessum ákvæðum. Aðlögun er að vísu ekki beinlínis tilgreind í tillögugreininni en liggur í hlutarins eðli. Sé hún ekki strax viðhöfð í löggjöf til fyllingar stjórnarskrárákvæðinu, sem væri hið skynsamlega, er viðbúið að dómstólar myndu kveða upp úr um hana. Sé byggt á fyrningu þarf í þessu skyni að ákveða fyrningarhlutfall sem er t.d. 2,5% í frv. Péturs H. Blöndals. Það merkir að með aðlöguninni fá núverandi kvótahafar að halda um helmingi af núvirði auðlindaarðsins um alla framtíð. Í útfærslu sem við Jón Steinsson unnum fyrir sáttanefndina svokölluðu var hlutfallið jafngildi 5% sem svarar til þess að um þrír fjórðuhlutar arðsins renni til þjóðarinnar. Að auki ber að hafa í huga að ýmsar leiðir geta rúmast innan ráðgerðs stjórnarskrárákvæðis aðrar en uppboðs- og fyrningarleiðin. Stjórnlagaráð leggur ekki á ráðin um fiskveiðistjórnunTilefni þessara skrifa eru orð hins virta pistlahöfundar Þorsteins Pálssonar laugardaginn 9. júní hér í blaðinu þar sem hann segir „[A]fleiðingin [af nýju stjórnarskránni] er þá sú að útilokað verður um alla framtíð að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta hætti." Þessari sterku fullyrðingu verður að andmæla. Tillögur stjórnlagaráðs fjalla einvörðungu um útdeilinguna og skiptingu arðsins. Þær segja ekkert um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar að öðru leyti. Það hefur margoft komið fram hjá hagfræðingum að markaðsákvarðað veiðigjald ásamt vissri opnun fyrir nýliða með fyrningarákvæðinu myndi fremur en ekki auka heildararðsemi greinarinnar þegar til lengdar er litið. Þá býður fyrirkomulagið ekki þeirri hættu heim, sem pólitískt ákvarðað veiðigjald gerir, að veiðar verði ekki stundaðar í fullum mæli. Löggjöf um skipulag fiskveiða sem leitt getur til óskilvirkrar útgerðar verður ekki réttlætt með tillögum stjórnlagaráðs. Slíkt væri engan veginn á ábyrgð ráðsins. Tillögur stjórnlagaráðs vega ekki að hagkvæmni í útgerð, heldur þvert á móti.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun