Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði 14. júní 2012 06:30 norræn samvinna Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlandaráðs árið 2010. Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira