Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2012 06:00 íslenska sundsveitin Frá vinstri eru Eygló Ósk, Hrafnhildur, Sarah Blake og Eva. Mynd/Sundsamband Íslands Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum. Sund Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum.
Sund Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti