Þetta er að verða betra og betra hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2012 07:00 Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira