Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Guðrún Brá verður væntanlega öflug á mótum sumarsins.fréttablaðið/gva „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira