Búist við stýrivaxtahækkun í dag 16. maí 2012 07:00 Búist er við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynni um stýrivaxtahækkun í dag. Verðbólga það sem af er ári hefur reynst meiri en spár bankans sögðu til um þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar hækkað vexti síðasta hálfa árið. Verðbólga mælist nú 6,4%, sem er langtum hærra en 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans, og hefur lítið breyst frá ársbyrjun. Af þeim sökum spáir greiningardeild Arion banka 0,5 prósentustiga hækkun en greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá 0,25 prósentustiga hækkun. Í hagspá Arion banka sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði út árið 2014. Helstu ástæðurnar sem taldar eru til eru áframhaldandi gengisveiking krónunnar, aukinn launaþrýstingur og væntar verðhækkanir á fasteignamarkaði. Sé staðan á Íslandi borin saman við ríki Evrópu kemur í ljós að verðbólga er einungis meiri í Tyrklandi. Verðbólga hefur verið mest í Eystrasaltsríkjunum, að undanskildum Tyrklandi og Íslandi, síðustu misseri. Þar hefur hún heldur farið minnkandi upp á síðkastið.- mþl Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Búist er við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynni um stýrivaxtahækkun í dag. Verðbólga það sem af er ári hefur reynst meiri en spár bankans sögðu til um þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar hækkað vexti síðasta hálfa árið. Verðbólga mælist nú 6,4%, sem er langtum hærra en 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans, og hefur lítið breyst frá ársbyrjun. Af þeim sökum spáir greiningardeild Arion banka 0,5 prósentustiga hækkun en greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá 0,25 prósentustiga hækkun. Í hagspá Arion banka sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði út árið 2014. Helstu ástæðurnar sem taldar eru til eru áframhaldandi gengisveiking krónunnar, aukinn launaþrýstingur og væntar verðhækkanir á fasteignamarkaði. Sé staðan á Íslandi borin saman við ríki Evrópu kemur í ljós að verðbólga er einungis meiri í Tyrklandi. Verðbólga hefur verið mest í Eystrasaltsríkjunum, að undanskildum Tyrklandi og Íslandi, síðustu misseri. Þar hefur hún heldur farið minnkandi upp á síðkastið.- mþl
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira