Ólína, berðu í borðið! Lýður Árnason skrifar 15. maí 2012 06:00 Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun