Erlent

Geta stýrt vél með hugarafli

Mark André Duc Mark André Duc tókst að stjórna vélbúnaði í 100 km fjarlægð með því að ímynda sér að hann hreyfði fingur sína.Fréttablaðið/AP
Mark André Duc Mark André Duc tókst að stjórna vélbúnaði í 100 km fjarlægð með því að ímynda sér að hann hreyfði fingur sína.Fréttablaðið/AP
Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman.

Vísindamennirnir starfa við Tækniháskólann í Lausanne. Tilraunin á að vera skref í áttina að því að lamað fólk eigi auðveldara með að komast í tengsl við umhverfi sitt.

Svipaðar tilraunir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum og Þýskalandi, en þar voru ýmist sjúklingarnir ólamaðir eða gera þurfti heilaskurðaðgerð til að koma fyrir stýribúnaði.

Í svissnesku tilrauninni þurfti aðeins að setja einfalda hettu á höfuð sjúklinganna til að skrá merki frá heilanum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×