Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring 24. apríl 2012 09:00 Spennandi staða Á þessari samsettu mynd má sjá sigurvegara fyrstu umferðar forsetakosninganna í Frakklandi, en kosið verður á milli þeirra tveggja í maíbyrjun. Vinstra megin er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og leiðtogi hægri manna, og hægra megin François Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Nordicphotos/AFP Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira