Þörf á endurskoðun 24. apríl 2012 06:00 róbert Spanó Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira