Innlent

Þór væntanlegur seint í apríl

Í viðgerð Þór stoppaði stutt við á Íslandsmiðum eftir að hann kom til landsins þar sem galli fannst í annarri af aðalvélum skipsins.Fréttablaðið/Óskar
Í viðgerð Þór stoppaði stutt við á Íslandsmiðum eftir að hann kom til landsins þar sem galli fannst í annarri af aðalvélum skipsins.Fréttablaðið/Óskar
Viðgerðir á varðskipinu Þór munu taka lengri tíma en upphaflega var áformað. Nú er stefnt að því að skipið verði afhent fyrir lok apríl, en upphaflega stóð til að taka skipið aftur í notkun í byrjun mánaðarins.

Vegna galla í annarri af aðalvélum skipsins þurfti að skipta um vélina, og var það gert í Noregi á kostnað Rolls Royce, framleiðanda vélarinnar.

Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að vélin sé nú komin í skipið, og prófanir fari fram í þessari viku og þeirri næstu. Hún segir ekkert sérstakt hafa komið upp sem seinkað hafi viðgerðum á skipinu, áætlanir hafi einfaldlega ekki staðist.

Þór var smíðaður í Síle og kom hingað til lands í október í fyrra. Skömmu síðar urðu skipverjar varir við óeðlilegan titring í annarri aðalvélinni, og þar sem ekki gekk að gera við hana þurfti að skipta um vél.

Varðskipið Ægir hefur staðið vaktina á meðan Þór er í slipp. Til stendur að leigja Ægi til eftirlitsstarfa á Miðjarðarhafi í sumar.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×