Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok 30. mars 2012 08:00 Viðræður Sérlausnir sem önnur ríki, til dæmis Finnar, hafa fengið í viðræðum við ESB verða ekki færðar sjálfkrafa yfir á önnur lönd, sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í Brussel í gær.Fréttablaðið/stefán Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent