Eyðimerkurgöngu Tigers lauk loksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2012 06:00 Tiger Woods. Mynd/AP Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. Allt frá því glansímynd Tigers hrundi er upp komst um vafasama tilburði hans í einkalífinu hefur hvorki gengið né rekið hjá honum á golfvellinum. Ekki bara hefur honum gengið illa á vellinum heldur hefur hann verið mikið meiddur þess utan. Sigurinn á Bay Hill um helgina var sjöundi sigur kylfingsins á vellinum og líka 72. sigur hans á golfmóti. Biðin frá því í september árið 2009 var aftur á móti orðin ansi löng. „Þessi sigur var hrein unun," sagði brosmildur Tiger eftir mótið á sunnudag en þar sýndi hann gamalkunnuga takta ásamt því sem brosið var einnig komið aftur. „Þetta var virkilega erfitt. Aðstæður voru krefjandi og mikill vindur sem var síbreytilegur. Það var virkilega vel gert hjá þeim að ná flötunum hröðum og holustaðsetningarnar verða ekki mikið erfiðari." Leiðin aftur á toppinn hjá Tiger hefur verið grýtt og oftar en ekki hefur hann klikkað á ögurstundu. Því áttu menn ekki að venjast er Tiger hafði mikla yfirburði á andlega sviðinu og þessi andlegi styrkur á stóran þátt í því að Tiger hefur unnið 14 risamót. Margir efuðust um að hann hreinlega næði sér aftur á strik. Þó svo flest bendi til að Tiger sé kominn aftur í gamla formið mun hann sjálfur líklega ekki fagna of snemma. Hann þarf að ná aftur upp meiri stöðugleika áður en andstæðingar hans verða jafn hræddir við hann og þeir voru áður. „Það var frábært að vera með sæti í fremstu röð og fylgjast hugsanlega með besta kylfingi allra tíma gera það sem hann gerir best – að vinna golfmót," sagði Graeme McDowell auðmjúkur, en hann lék lokahringinn með Woods og átti ekkert í hann. Þessi sigur gefur Tiger heldur betur byr í seglin fyrir fyrsta stórmót ársins, Masters, sem haldið er um páskana. Þar fær Tiger gullið tækifæri til þess að sanna að hann sé raunverulega kominn aftur. Heimurinn mun vafalítið fylgjast spenntur með. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. Allt frá því glansímynd Tigers hrundi er upp komst um vafasama tilburði hans í einkalífinu hefur hvorki gengið né rekið hjá honum á golfvellinum. Ekki bara hefur honum gengið illa á vellinum heldur hefur hann verið mikið meiddur þess utan. Sigurinn á Bay Hill um helgina var sjöundi sigur kylfingsins á vellinum og líka 72. sigur hans á golfmóti. Biðin frá því í september árið 2009 var aftur á móti orðin ansi löng. „Þessi sigur var hrein unun," sagði brosmildur Tiger eftir mótið á sunnudag en þar sýndi hann gamalkunnuga takta ásamt því sem brosið var einnig komið aftur. „Þetta var virkilega erfitt. Aðstæður voru krefjandi og mikill vindur sem var síbreytilegur. Það var virkilega vel gert hjá þeim að ná flötunum hröðum og holustaðsetningarnar verða ekki mikið erfiðari." Leiðin aftur á toppinn hjá Tiger hefur verið grýtt og oftar en ekki hefur hann klikkað á ögurstundu. Því áttu menn ekki að venjast er Tiger hafði mikla yfirburði á andlega sviðinu og þessi andlegi styrkur á stóran þátt í því að Tiger hefur unnið 14 risamót. Margir efuðust um að hann hreinlega næði sér aftur á strik. Þó svo flest bendi til að Tiger sé kominn aftur í gamla formið mun hann sjálfur líklega ekki fagna of snemma. Hann þarf að ná aftur upp meiri stöðugleika áður en andstæðingar hans verða jafn hræddir við hann og þeir voru áður. „Það var frábært að vera með sæti í fremstu röð og fylgjast hugsanlega með besta kylfingi allra tíma gera það sem hann gerir best – að vinna golfmót," sagði Graeme McDowell auðmjúkur, en hann lék lokahringinn með Woods og átti ekkert í hann. Þessi sigur gefur Tiger heldur betur byr í seglin fyrir fyrsta stórmót ársins, Masters, sem haldið er um páskana. Þar fær Tiger gullið tækifæri til þess að sanna að hann sé raunverulega kominn aftur. Heimurinn mun vafalítið fylgjast spenntur með.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira