Vel skal vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar