Milljarða atkvæðareikningur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum.
Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar