Erlent

The Sun í sunnudagsútgáfu: „Keppinautarnir eiga eftir að svitna"

Rupert Murdoch Eigandi fjölmiðlasamsteypunnar með eintak af The Sun í kjöltunni.nordicphotos/AFP
Rupert Murdoch Eigandi fjölmiðlasamsteypunnar með eintak af The Sun í kjöltunni.nordicphotos/AFP
Breska síðdegisblaðið The Sun kemur út á morgun í fyrsta sinn í sunnudagsútgáfu, sem í reynd tekur við af sunnudagsblaðinu News of the World, sem lagt var niður síðasta sumar vegna harðrar gagnrýni á vinnubrögð blaðamanna.

Það verða fyrrverandi starfsmenn News of the World sem að hluta bera uppi útgáfu nýju útgáfunnar. Stefnt er að stóru upplagi, allt að þremur milljónum eintaka, en boðuð eru breytt vinnubrögð: Að þessu sinni verði farið í einu og öllu að lögum við öflun frétta.

„Það er hættulegur misskilningur að News of the World eða síðdegisblöð yfirleitt geti ekki orðið fyrst með stórfréttir nema beita ólöglegum eða siðlausum vinnubrögðum," segir Paul Connew, fyrrverandi framkvæmdastjóri News of the World. „Keppinautarnir eiga eftir að svitna."- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×