Tíska og hönnun

Marc Jacobs notaði of ungar fyrirsætur

RÆÐUR Marc Jacobs hunsaði reglur Félags fatahönnuða í Bandaríkjunum og var með fyrirsætur undir 16 ára aldri í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. 
Nordicphotos/getty
RÆÐUR Marc Jacobs hunsaði reglur Félags fatahönnuða í Bandaríkjunum og var með fyrirsætur undir 16 ára aldri í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. Nordicphotos/getty
Tíska Fatahönnuðurinn Marc Jacobs gerðist sekur um að nota of ungar fyrirsætur á sýningum sínum á tískuvikunni í New York. Félag fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, gaf út ákveðnar reglur fyrir tískuvikuna þar sem hönnuðum var gert að ráða aðeins fyrirsætur sem höfðu náð 16 ára aldri.

The New York Times fletti hins vegar ofan af því að tvær fyrirsætur í sýningum Marcs Jacobs á nýafstaðinni tískuviku höfðu verið einungis 15 ára gamlar.

Fyrirsæturnar sem um ræðir eru þær Thairine Garcia og Ondria Hardin en Marc Jacobs vill meina að hann hafi fengið samþykki hjá foreldrum stúlknanna. „Ég ræð útliti sýningarinnar og enginn annar getur stjórnað því. Ef foreldrar gefa leyfi sé ég enga ástæða fyrir að banna stúlkunum að taka þátt í sýningunni," segir Jacobs kokhraustur í samtali við tímaritið á meðan forseti CFDA, Steven Kolb var ekki ánægður með hönnuðinn.

„Við teljum að það sé mjög mikilvægt að stúlkurnar séu orðnar 16 ára gamlar. Það er mikil synd ef hönnuðirnir eru ekki sammála því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.