Hugljúfur og harðduglegur 23. febrúar 2012 18:00 Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira