Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn 21. febrúar 2012 06:30 Gunnar Andersen Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira