Cronenberg í krísu? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. febrúar 2012 12:30 Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira