Lífið

Pylsur og kæfa auka líkur á krabbameini

Unnar kjötvörur, eins og pylsur og kæfa, eru taldar auka líkurnar á krabbameini í brisi. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist á dögunum í British Journal of Cancer. Því meira magn sem maður borðar því meiri líkur á krabbameini segir í rannsókninni en það er ekki kjötið sjálft sem hefur áhrif heldur efnið natríum, sem er bætt út í eftirá til að auka endingu vörunnar. Líkur á krabbameininu hækka um 19% fyrir hvert 50 gram sem borðað er af unnri kjötvöru á dag samkvæmt rannsókninni en það jafngildir einni pylsu.

Ekki eru allir jafn sannfærðir um hvort eitthvað sé að marka könnunnina enda hefur efnið verið notað í pylsur og aðrar unnar kjötvörur lengi. Oftast þarf líka meira en eina rannsókn til að sannreyna kenninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.