Innlent

Arion lokar líka á stofnun reikninga á netinu

Arion banki breytti í gær netbanka sínum svo ekki er lengur hægt að stofna nýja reikninga í netbankanum.

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að sá möguleiki var tekinn út hjá Íslandsbanka fyrir tveimur árum þar sem ákvæði laga um aðgerðir um peningaþvætti væru ekki uppfyllt.

Að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion, töldu menn við skoðun í gær að fyrirkomulagið við stofnun reikninga á netinu stæðist ekki „ströngustu skoðun".

Hluti af eldri viðskiptavinum Arion hefði ekki farið í gegnum peningaþvættisathugun. „Eftir uppfærslu netbankans í febrúar munu aðeins þeir sem hafa farið gegn um peningaþvættisathugun geta stofnað reikninga." - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×