Lokað á nýja reikninga í netbankanum 24. janúar 2012 08:30 heimasíða Íslandsbanka Vegna ákvæða í lögum um peningaþvætti aftengdi Íslandsbanki í janúar 2010 þann möguleika að geta stofnað nýja reikninga í gegnum netbanka. Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar
Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira