Glæsileg umgjörð Elísabet Brekkan skrifar 17. janúar 2012 11:00 Leikarahópurinn stendur sig með Prýði Hér má sjá Kristbjörgu Kjeld og Hilmar Guðjónsson í hlutverkum sínum í Fanný og Alexander sem sýnt er á fjölunum í Borgarleikhúsinu. Leikhús. Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir/Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Theodór Júlíusson, Charlotte Bøving, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir/Agnes Gísladóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Margrét Ákadóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hallgrímur Ólafsson, Halldór Gylfason, Rúnar Freyr Gíslason. Leikmynd: Vytautas Narbutas; Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir; Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson; Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson; Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikritið Fanný og Alexander hefst á jólakvöldi á borgaralegu heimili í Uppsala á þriðja áratug aldarinnar sem leið. Söguhetjur verksins eru kynntar með söng og gleði. Skömmu síðar dregur til tíðinda í lífi fjölskyldunnar þegar yngsti sonurinn deyr eftir stutta legu. Ekkjan, Emilía, gengur í kjölfarið aftur í hjónaband. Nýi eiginmaðurinn er biskup, pietískur, strangur og óréttlátur. Hann leggur meðal annars hönd á börnin hennar. Leikritið byggir á kvikmynd Ingmars Bergmans og sjónvarpsþáttum sem frumsýndir voru árið 1982. Í sögunni leitar Bergman fanga bæði í klassískum bókmenntum og eigin lífi. Úr þessari blöndu varð listræn upplifun sem heillaði áhorfendur mjög. Bergman tókst mjög vel upp í leikstjórn á börnunum í titilhlutverki myndarinnar. Í sýningu Borgarleikhússins velur Stefán Baldursson þá leið að láta fullorðinn mann (Hilmar Guðjónsson) leika lítinn dreng á meðan stúlkan Fanný er leikin af barni. Þetta heltir sýninguna svo að maður hálfpartinn tekur ekki mark á vissum atriðum. Annars skilar leikarahópurinn sínu verki með prýði og einstakar persónur eru hreinlega frábærar. Þar má nefna Gústaf Adolf Ekdahl sem Jóhann Sigurðarson ljáir slíku sprellandi lífi að salurinn titraði á köflum. Gústaf þessi Adolf er hreinræktuð karlremba en þó með stórt hjarta. Charlotte Bøving leikur Lydiu, þýska eiginkonu Karls Ekdahl, af hreinni snilld. Hún er svo beygð en samt svo einlæg og stefnuföst í undirgefni sinni. Elma Lísa í hlutverki hinnar pískuðu Jústínu, vinnukonu prestsins, er einnig eitt eftirminnilegt titrandi laufblað. Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson geisla í sínum hlutverkum, Jóhanna Vigdís er glæsileg og litla halta barnfóstran Maja sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur er trúverðug í sínu neyðarlega hlutverki sem brosandi ástkona manns sem er fjórum sinnum þyngri en hún. Halldóra Geirharðsdóttir lék Emilíu fantavel en það komst fremur illa til skila hversu fljótt hún varð undirgefinn biskupnum sem leikinn var af Rúnari Frey Gíslasyni. Valið á Rúnari Frey í hlutverk biskupsins var ekki nægilega vel heppnað. Kannski er myndin svo greypt inn í okkur hvernig hinn ógeðugi biskup á að vera, horaður, arískur, ljóshærður og litlaus en ekki sætur og sexý eins og Rúnar Freyr. Lýsing Björn Bergsteins Guðmundssonar í heillandi og ævintýralegri leikmynd Vytautasar Narbutas var góð, ekki síst á hinu skelfilega prestsetri. Jóhann G. Jóhannsson sá um að koma hinni angurværu sænsku tónlist til skila og textarnir hans Þórarins Eldjárn svo langt sem þeir náðu eyrum hlustenda voru áheyrilegir. Það er vonandi að þessir textar og þessi lög festist hér, því ekki veitir okkur af að leysa ýmis lyftulög jólasíbyljunnar af hólmi. Búningar Þórunnar Sigríðar Þorgeirsdóttur voru skemmtilegir þó það væri með öllu óskiljanlegt af hverju biskupinn var látinn íklæðast einhvers konar boxarapásuskikkju. Reyndar var allt hans gervi á skjön við þá persónu sem verið var að skapa. Niðurstaða: Glæsileg þriggja tíma afþreying sem óhætt er að mæla með. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir/Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Theodór Júlíusson, Charlotte Bøving, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir/Agnes Gísladóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Margrét Ákadóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hallgrímur Ólafsson, Halldór Gylfason, Rúnar Freyr Gíslason. Leikmynd: Vytautas Narbutas; Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir; Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson; Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson; Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikritið Fanný og Alexander hefst á jólakvöldi á borgaralegu heimili í Uppsala á þriðja áratug aldarinnar sem leið. Söguhetjur verksins eru kynntar með söng og gleði. Skömmu síðar dregur til tíðinda í lífi fjölskyldunnar þegar yngsti sonurinn deyr eftir stutta legu. Ekkjan, Emilía, gengur í kjölfarið aftur í hjónaband. Nýi eiginmaðurinn er biskup, pietískur, strangur og óréttlátur. Hann leggur meðal annars hönd á börnin hennar. Leikritið byggir á kvikmynd Ingmars Bergmans og sjónvarpsþáttum sem frumsýndir voru árið 1982. Í sögunni leitar Bergman fanga bæði í klassískum bókmenntum og eigin lífi. Úr þessari blöndu varð listræn upplifun sem heillaði áhorfendur mjög. Bergman tókst mjög vel upp í leikstjórn á börnunum í titilhlutverki myndarinnar. Í sýningu Borgarleikhússins velur Stefán Baldursson þá leið að láta fullorðinn mann (Hilmar Guðjónsson) leika lítinn dreng á meðan stúlkan Fanný er leikin af barni. Þetta heltir sýninguna svo að maður hálfpartinn tekur ekki mark á vissum atriðum. Annars skilar leikarahópurinn sínu verki með prýði og einstakar persónur eru hreinlega frábærar. Þar má nefna Gústaf Adolf Ekdahl sem Jóhann Sigurðarson ljáir slíku sprellandi lífi að salurinn titraði á köflum. Gústaf þessi Adolf er hreinræktuð karlremba en þó með stórt hjarta. Charlotte Bøving leikur Lydiu, þýska eiginkonu Karls Ekdahl, af hreinni snilld. Hún er svo beygð en samt svo einlæg og stefnuföst í undirgefni sinni. Elma Lísa í hlutverki hinnar pískuðu Jústínu, vinnukonu prestsins, er einnig eitt eftirminnilegt titrandi laufblað. Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson geisla í sínum hlutverkum, Jóhanna Vigdís er glæsileg og litla halta barnfóstran Maja sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur er trúverðug í sínu neyðarlega hlutverki sem brosandi ástkona manns sem er fjórum sinnum þyngri en hún. Halldóra Geirharðsdóttir lék Emilíu fantavel en það komst fremur illa til skila hversu fljótt hún varð undirgefinn biskupnum sem leikinn var af Rúnari Frey Gíslasyni. Valið á Rúnari Frey í hlutverk biskupsins var ekki nægilega vel heppnað. Kannski er myndin svo greypt inn í okkur hvernig hinn ógeðugi biskup á að vera, horaður, arískur, ljóshærður og litlaus en ekki sætur og sexý eins og Rúnar Freyr. Lýsing Björn Bergsteins Guðmundssonar í heillandi og ævintýralegri leikmynd Vytautasar Narbutas var góð, ekki síst á hinu skelfilega prestsetri. Jóhann G. Jóhannsson sá um að koma hinni angurværu sænsku tónlist til skila og textarnir hans Þórarins Eldjárn svo langt sem þeir náðu eyrum hlustenda voru áheyrilegir. Það er vonandi að þessir textar og þessi lög festist hér, því ekki veitir okkur af að leysa ýmis lyftulög jólasíbyljunnar af hólmi. Búningar Þórunnar Sigríðar Þorgeirsdóttur voru skemmtilegir þó það væri með öllu óskiljanlegt af hverju biskupinn var látinn íklæðast einhvers konar boxarapásuskikkju. Reyndar var allt hans gervi á skjön við þá persónu sem verið var að skapa. Niðurstaða: Glæsileg þriggja tíma afþreying sem óhætt er að mæla með.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira