Fótbolti

Fimm Þjóðverjar í úrvalsliði Rainers Bonhof

Arnar Björnsson skrifar
Rainer Bonhof
Rainer Bonhof Nordicphotos/Getty
Það er mikill kraftur í fótboltanum í Þýskalandi um þessar mundir. Þjóðverjar eiga þrjú lið í útsláttarkeppni meistaradeildarinnar og fjögur lið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Gamli landsliðskappinn Rainer Bonhof, sem nú er varaforseti Borussia Mönchengladbach, hefur valið fimm Þjóðverja í úrvalslið sitt árið 2012 á heimasíðu UEFA. Bonhof, sem var traustur miðjumaður hjá Borussia Mönchengladbach, stillir upp þessu liði.

Markvörður

Manuel Neuer (Bayern München)

Varnarmenn

Philip Lahm (Bayern München), Mats Hummels (Dortmund), Gerard Piqué (Barcelona) og Ashley Cole (Chelsea)

Miðjumenn

Mesut Özil (Real Madrid), Marco Reus (Dortmund) og Andrés Iniesta (Barcelona)

Framherja

Robert Lewandowski (Dortmund), Lionel Messi (Barcelona) og Radamel Falcao (Atletico Madríd).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×