Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Magnús Halldórsson skrifar 26. desember 2012 10:30 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira